Litlu og stóru skrefin að grænni framtíð Una Steinsdóttir skrifar 30. september 2021 08:01 Eitt slíkt markmið hefur minn vinnustaður sett sér og snýr að því að náð verði fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ekki er eingöngu átt við rekstur bankans heldur einnig með tilliti til fjármögnunar á útblæstri í gegnum lána- og eignasafn. Þetta þýðir að við munum hafa markmið okkar um kolefnishlutleysi í huga við mat á lánveitingum og verðlagningu. Þetta verður vonandi mikilvæg varða á þeirri leið sem íslenskt samfélag hefur skuldbundið sig til að fylgja í gegnum aðild að Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og styður við metnaðarfulla aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. En meira þarf að sjálfsögðu til. Í þessu sem svo mörgu geta lítil og meðalstór fyrirtæki verið drifkrafturinn í mikilvægum umbreytingum. Þau leika lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að að stærð og umfangi fyrirtækja. Við eigum auðvitað víða langt í land; aðferðarfræði, gögn og upplýsingar til að byggja á eru ennþá af skornum skammti á mörgum sviðum og viðfangsefnið sannarlega ögn óáþreifanlegt í mörgu tilliti. Hið jákvæða er að skilningur, áhugi og metnaður fyrirtækja í sjálfbærni er hratt vaxandi og ég hef tekið eftir að þau samtöl sem ég á við forsvarsfólk fyrirtækja varðandi sjálfbærni falla í frjóan jarðveg. Hvort viðhorf innan íslenskra fyrirtækja til sjálfbærnimála séu að breytast nógu hratt og markmiðin nægilega metnaðarfull er að sjálfsögðu deilt um en breytingin sem orðið hefur á einungis örfáum árum fylla mig þó bjartsýni. En tækifærin til að leggja lóð á vogaskálar kolefnihlutleysis liggja svo miklu víðar en margur hyggur. Orkuskipti í samgöngum eru að líkindum hvergi jafn nærtækt skref að stíga en á Íslandi og þar fer valkostum hratt fjölgandi. Þegar litið er til nýskráningar ökutækja hér á landi stefnir í að árið 2021 verði það fyrsta þar sem rafmagns- og tvinnbifreiðar verði í meirihluta. Þegar orkuinnviðir bjóða loks upp á rafvæðingu bílaleiguflotans, meðal annars með neti hleðslustöðva við Keflavíkurflugvöll, og við getum rafvætt hafnir landsins ætti fljótlega að sjá fyrir endann á notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Við viljum styðja við þessa þróun, meðal annars með grænum lánveitingum, sem aukist hafa stórum skrefum undanfarin misseri, og virku samtali við okkar viðskiptavini. Litlu skrefin, rétt eins og þau stóru, geta nefnilega vegið þungt og allt hjálpar. Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla vera að sýsla árið 2040 en mikið væri nú gaman að geta litið um öxl og séð hvernig íslenskt atvinnulíf, stór fyrirtæki, meðalstór og smá, náðu raunverulegum árangri í sjálfbærnimálum. Ég er sannfærð um að fyrirtæki sem veðja á sjálfbærnina og leggja sitt af mörkum munu vera þau fyrirtæki sem skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar, öllum okkar til gæfu og gagns. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Eitt slíkt markmið hefur minn vinnustaður sett sér og snýr að því að náð verði fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ekki er eingöngu átt við rekstur bankans heldur einnig með tilliti til fjármögnunar á útblæstri í gegnum lána- og eignasafn. Þetta þýðir að við munum hafa markmið okkar um kolefnishlutleysi í huga við mat á lánveitingum og verðlagningu. Þetta verður vonandi mikilvæg varða á þeirri leið sem íslenskt samfélag hefur skuldbundið sig til að fylgja í gegnum aðild að Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og styður við metnaðarfulla aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. En meira þarf að sjálfsögðu til. Í þessu sem svo mörgu geta lítil og meðalstór fyrirtæki verið drifkrafturinn í mikilvægum umbreytingum. Þau leika lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að að stærð og umfangi fyrirtækja. Við eigum auðvitað víða langt í land; aðferðarfræði, gögn og upplýsingar til að byggja á eru ennþá af skornum skammti á mörgum sviðum og viðfangsefnið sannarlega ögn óáþreifanlegt í mörgu tilliti. Hið jákvæða er að skilningur, áhugi og metnaður fyrirtækja í sjálfbærni er hratt vaxandi og ég hef tekið eftir að þau samtöl sem ég á við forsvarsfólk fyrirtækja varðandi sjálfbærni falla í frjóan jarðveg. Hvort viðhorf innan íslenskra fyrirtækja til sjálfbærnimála séu að breytast nógu hratt og markmiðin nægilega metnaðarfull er að sjálfsögðu deilt um en breytingin sem orðið hefur á einungis örfáum árum fylla mig þó bjartsýni. En tækifærin til að leggja lóð á vogaskálar kolefnihlutleysis liggja svo miklu víðar en margur hyggur. Orkuskipti í samgöngum eru að líkindum hvergi jafn nærtækt skref að stíga en á Íslandi og þar fer valkostum hratt fjölgandi. Þegar litið er til nýskráningar ökutækja hér á landi stefnir í að árið 2021 verði það fyrsta þar sem rafmagns- og tvinnbifreiðar verði í meirihluta. Þegar orkuinnviðir bjóða loks upp á rafvæðingu bílaleiguflotans, meðal annars með neti hleðslustöðva við Keflavíkurflugvöll, og við getum rafvætt hafnir landsins ætti fljótlega að sjá fyrir endann á notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Við viljum styðja við þessa þróun, meðal annars með grænum lánveitingum, sem aukist hafa stórum skrefum undanfarin misseri, og virku samtali við okkar viðskiptavini. Litlu skrefin, rétt eins og þau stóru, geta nefnilega vegið þungt og allt hjálpar. Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla vera að sýsla árið 2040 en mikið væri nú gaman að geta litið um öxl og séð hvernig íslenskt atvinnulíf, stór fyrirtæki, meðalstór og smá, náðu raunverulegum árangri í sjálfbærnimálum. Ég er sannfærð um að fyrirtæki sem veðja á sjálfbærnina og leggja sitt af mörkum munu vera þau fyrirtæki sem skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar, öllum okkar til gæfu og gagns. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun