Handbolti

Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum gegn Lemgo í síðustu viku að athuga.
Snorri Steinn Guðjónsson hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum gegn Lemgo í síðustu viku að athuga. vísir/vilhelm

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Eftir leikinn gekk Snorri að ritaraborðinu og lét starfsmenn EHF heyra það. Að mati aganefndar EHF voru ummæli Snorra óviðeigandi, ósæmileg og skaðleg fyrir ímynd íþróttarinnar.

Aganefnd EHF sektaði Snorra um þúsund evrur, sem jafngildir 151 þúsund krónum. Valur getur áfrýjáð sektinni innan sjö daga.

Lemgo vann leikinn á Hlíðarenda á þriðjudaginn með eins marks mun, 26-27. Valur þarf að vinna það forskot upp í seinni leiknum annað kvöld. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Á föstudaginn mætir Valur svo Aftureldingu í undanúrslitum Coca Cola bikarsins. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Leikmaður Lemgo handtekinn á Íslandi

Samkvæmt heimildum Vísis var leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Lemgo handtekinn hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×