Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 27. september 2021 12:40 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki. Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki.
Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira