Ef það væri bara til búnaður til að telja atkvæði með nákvæmum hætti Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. september 2021 07:31 Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Uppáhaldsbókstafurinn Fastir pennar Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Fastir pennar Borg fyrir bíla Fastir pennar Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Icesave – leiðrétting Jón Hjaltason Skoðun Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar