Hinn sívaxandi ójöfnuður Víkingur Hauksson skrifar 26. september 2021 14:01 Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar