Við eigum öll erindi á Alþingi Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. september 2021 17:00 Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar