Við getum byggt stórkostlegt samfélag Guðmundur Auðunsson skrifar 24. september 2021 16:30 Einn stærsti glæpur nýfrjálshyggjunnar var að hún stal frá fólki voninni. Sósíalisminn, sem á rætur sínar að rekja allavega aftur til frönsku byltingarinnar, hafði alltaf vonina með sér. Vonina um útrýmingu fátæktar, fyrir mannlegri reisn og samfélagi jöfnuðar og réttlætis. Á morgun mun maísólin skína, maísólin okkar einingarbands. Fyrir þessu berum við fána þessa framtíðarlands. Þegar nýfrjálshyggjan náði að læsa klónum sínum í allt efnahagskerfið og stjórnkerfið þá gáfust mjög margir vinstrimenn upp. Það var búið að stela voninni um betra samfélag. Kapítalisminn hafði sigrað, „endalok sögunnar“ sögðu fræðimenn, deilur um efnahagskerfið voru búna, bara eitt kerfi virkaði. Vinstrimenn smituðust af blairisma og fóru að snúa sér að því að berjast fyrir mannréttindum minnihlutahópa með góðum árangri. Hægrimönnum var látin eftir efnahagsstefna. Í skjóli þessa gekk auðvaldið á lagið og í krafti nýfrjálshyggju hrifsaði sífell meira af virðisaukningunni í efnahagskerfinu. Hinir ríku urðu sífellt ríkari, fátækir sátu eftir. „Sjáið þið ekki veisluna strákar?“ kvökuðu nýfrjálshyggjumennirnir. „Við erum þeir einum sem kunnum að reka bísniss.“ Þeir stálu bönkunum, stálu óveidda fiskinum og stálu Símanum. Verkalýðshreyfingin hætti að vera baráttutæki og varð að kaffispjalli með atvinnurekendum og umsjón með sumarbústöðum. Það var búið að stela voninni frá fólki. Fátækir, öryrkjar og aldraðir yrðu bara að sætta sig við það að fátækt væri þeim sjálfum að kenna. Og samfélaginu var sagt að fátækt yrði alltaf til og þeir ríku væru bara ríkir af því að þeir væru duglegastir og flottastir. Þá kom hrunið. Almenningur rís upp Þegar hrunið kom þá hrundi nýfrjálshyggjan hugmyndafræðilega. Margir, sérstaklega hinir ríku, hafa kannski ekki fattað það og halda áfram sínu striki. En hugmyndafræði hennar er dauð. Við hrunið afhjúpaðist að keisarinn var nakinn. Flottu útrásarvíkingarnir voru ekkert flottir eftir allt, þeir voru bara gráðugir fjárhættuspilarar og þegar þeir sprengdu bankann sinn í orðsins fyllstu merkingu fékk almenningur loksins nóg. Búsáhaldabyltingin hófst og í fyrsta skiptið í sögunni tókst almenningi að hrekja stjórn frá völdum með samtakamætti sínum. Við tók vinstristjórn sem gerði margt ágætt, en brást í veigamiklum málum. Fólk missti allt sitt í hruninu en hrunverjarnir sjálfir sluppu með illa fenginn auð sinn. Bankarnir gengu að heimilum fólks en afskrifuðu kúlulán þeirra ríku, sem héldu bara áfram að vera rík. Stjórnarskráin sem samin var af fólkinu var stolið af auðvaldinu og Sjálfstæðisflokkurinn tók til við að færa allt aftur í sama horf og fyrir hrun. Byltingin var svikin. Sósíalistaflokkurinn tekur við keflinu En samfélagið var breytt. Almenningur var hættur að láta auðvaldið labba yfir sig á skítugum skónum. Fólk sætti sig ekki lengur við fátækt og óréttlæti, þau kröfðust jöfnuðar og réttlæti. Í þessari uppreisn fæddist Sósíalistaflokkur Íslands. Nýr flokkur fyrir Sósíalisma 21. aldarinnar, byggður á almannabaráttu fyrri ára. Sósíalistar snéru sér fyrst að því að endurvekja verkalýðshreyfinguna með góðum árangri. Náðu síðan fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur. Nú er komið að Alþingi. En við erum ekki bara að bjóða okkur fram til að komast á þing, við erum að bjóða okkur fram til að halda áfram uppbyggingu hreyfingar almennings. Við erum rétt að byrja, við höfum fundið vonina á ný. Stórkostlegt samfélag: Skilum Sósíalistum sterkum á þing Sósíalistar í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, hafa háð frábæra kosningabaráttu gegn ofurmagni fjármagns hinna flokkanna í kjördæminu. Við höfum háð baráttu byggða á sjálfboðaliðum gegn auglýsinga og skiltaherferð hinna flokkanna. Stór hópur manna og kvenna, ungra og eldri hefur verið á fullu að tala við kjósendur. Án þessa frábæra hóps værum við ekki þar sem við erum í dag. Kostnaður okkar við baráttunna er nær eingöngu eldsneytiskostnaður á bílana þegar við höfum verið að þeytast um kjördæmið. Þrátt fyrir það virðumst við vera alveg við það að ná þingmanni fyrir Sósíalista í kjördæminu. Baráttan er hvort Ásmundur Friðriksson nái endurkjöri sem þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins eða Sósíalistar nái manni inn í Suðurkjördæmi. Við verðum því öll að berjast fyrir hverju atkvæði, tala við vini og vandamenn og hvetja þau til að skila rauðu. Rauðu fyrir framtíðina, rauðu fyrir stórkostlegt samfélag sem við getum öll byggt í sameiningu. Kjósum J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum á morgun, 25. september. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Auðunsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Einn stærsti glæpur nýfrjálshyggjunnar var að hún stal frá fólki voninni. Sósíalisminn, sem á rætur sínar að rekja allavega aftur til frönsku byltingarinnar, hafði alltaf vonina með sér. Vonina um útrýmingu fátæktar, fyrir mannlegri reisn og samfélagi jöfnuðar og réttlætis. Á morgun mun maísólin skína, maísólin okkar einingarbands. Fyrir þessu berum við fána þessa framtíðarlands. Þegar nýfrjálshyggjan náði að læsa klónum sínum í allt efnahagskerfið og stjórnkerfið þá gáfust mjög margir vinstrimenn upp. Það var búið að stela voninni um betra samfélag. Kapítalisminn hafði sigrað, „endalok sögunnar“ sögðu fræðimenn, deilur um efnahagskerfið voru búna, bara eitt kerfi virkaði. Vinstrimenn smituðust af blairisma og fóru að snúa sér að því að berjast fyrir mannréttindum minnihlutahópa með góðum árangri. Hægrimönnum var látin eftir efnahagsstefna. Í skjóli þessa gekk auðvaldið á lagið og í krafti nýfrjálshyggju hrifsaði sífell meira af virðisaukningunni í efnahagskerfinu. Hinir ríku urðu sífellt ríkari, fátækir sátu eftir. „Sjáið þið ekki veisluna strákar?“ kvökuðu nýfrjálshyggjumennirnir. „Við erum þeir einum sem kunnum að reka bísniss.“ Þeir stálu bönkunum, stálu óveidda fiskinum og stálu Símanum. Verkalýðshreyfingin hætti að vera baráttutæki og varð að kaffispjalli með atvinnurekendum og umsjón með sumarbústöðum. Það var búið að stela voninni frá fólki. Fátækir, öryrkjar og aldraðir yrðu bara að sætta sig við það að fátækt væri þeim sjálfum að kenna. Og samfélaginu var sagt að fátækt yrði alltaf til og þeir ríku væru bara ríkir af því að þeir væru duglegastir og flottastir. Þá kom hrunið. Almenningur rís upp Þegar hrunið kom þá hrundi nýfrjálshyggjan hugmyndafræðilega. Margir, sérstaklega hinir ríku, hafa kannski ekki fattað það og halda áfram sínu striki. En hugmyndafræði hennar er dauð. Við hrunið afhjúpaðist að keisarinn var nakinn. Flottu útrásarvíkingarnir voru ekkert flottir eftir allt, þeir voru bara gráðugir fjárhættuspilarar og þegar þeir sprengdu bankann sinn í orðsins fyllstu merkingu fékk almenningur loksins nóg. Búsáhaldabyltingin hófst og í fyrsta skiptið í sögunni tókst almenningi að hrekja stjórn frá völdum með samtakamætti sínum. Við tók vinstristjórn sem gerði margt ágætt, en brást í veigamiklum málum. Fólk missti allt sitt í hruninu en hrunverjarnir sjálfir sluppu með illa fenginn auð sinn. Bankarnir gengu að heimilum fólks en afskrifuðu kúlulán þeirra ríku, sem héldu bara áfram að vera rík. Stjórnarskráin sem samin var af fólkinu var stolið af auðvaldinu og Sjálfstæðisflokkurinn tók til við að færa allt aftur í sama horf og fyrir hrun. Byltingin var svikin. Sósíalistaflokkurinn tekur við keflinu En samfélagið var breytt. Almenningur var hættur að láta auðvaldið labba yfir sig á skítugum skónum. Fólk sætti sig ekki lengur við fátækt og óréttlæti, þau kröfðust jöfnuðar og réttlæti. Í þessari uppreisn fæddist Sósíalistaflokkur Íslands. Nýr flokkur fyrir Sósíalisma 21. aldarinnar, byggður á almannabaráttu fyrri ára. Sósíalistar snéru sér fyrst að því að endurvekja verkalýðshreyfinguna með góðum árangri. Náðu síðan fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur. Nú er komið að Alþingi. En við erum ekki bara að bjóða okkur fram til að komast á þing, við erum að bjóða okkur fram til að halda áfram uppbyggingu hreyfingar almennings. Við erum rétt að byrja, við höfum fundið vonina á ný. Stórkostlegt samfélag: Skilum Sósíalistum sterkum á þing Sósíalistar í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, hafa háð frábæra kosningabaráttu gegn ofurmagni fjármagns hinna flokkanna í kjördæminu. Við höfum háð baráttu byggða á sjálfboðaliðum gegn auglýsinga og skiltaherferð hinna flokkanna. Stór hópur manna og kvenna, ungra og eldri hefur verið á fullu að tala við kjósendur. Án þessa frábæra hóps værum við ekki þar sem við erum í dag. Kostnaður okkar við baráttunna er nær eingöngu eldsneytiskostnaður á bílana þegar við höfum verið að þeytast um kjördæmið. Þrátt fyrir það virðumst við vera alveg við það að ná þingmanni fyrir Sósíalista í kjördæminu. Baráttan er hvort Ásmundur Friðriksson nái endurkjöri sem þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins eða Sósíalistar nái manni inn í Suðurkjördæmi. Við verðum því öll að berjast fyrir hverju atkvæði, tala við vini og vandamenn og hvetja þau til að skila rauðu. Rauðu fyrir framtíðina, rauðu fyrir stórkostlegt samfélag sem við getum öll byggt í sameiningu. Kjósum J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum á morgun, 25. september. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun