Að lofa góðu veðri Indriði Stefánsson skrifar 24. september 2021 07:45 Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun