Skoðun

Niðurstaðan

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

  • Nú finn ég mig hér sitjandi,
  • um liðna daga hugsandi.
  • Blað á borðið setjandi
  • og penna úr vasa dragandi.

  • Þankana svo skrifandi,
  • í Konna Gísla vísandi,
  • um fólk í stóla haldandi
  • og svörtum bílum akandi.

  • Völdum sínum beitandi
  • en kerfisræði fylgjandi.
  • Flokksfélaga ráðandi
  • en á öðrum brjótandi.

  • Gjöld og skatta hækkandi.
  • Reglur allar flækjandi.
  • Báknið sífellt stækkandi.
  • Á skriffinnskuna bætandi
  • og lýðræði burt gefandi.

  • Sjúklinga út sendandi.
  • Hjúkrunarheimili sveltandi.
  • Skimununum klúðrandi.
  • Samtökum út hýsandi.
  • Lækningum barna hamlandi
  • en eldra fólkið skerðandi.

  • Eiturlyfin leyfandi.
  • en plastpokana bannandi.
  • Hálendinu lokandi.
  • Fullveldi frá sér látandi.

  • Orku landsins fórnandi.
  • Framleiðsluna heftandi.
  • Í vitleysuna eyðandi.
  • Ofan í skurði mokandi
  • og losun Kína aukandi.

  • Flugvöll í hraun færandi
  • en aðra samt vanrækjandi.
  • Borgarlínu leggjandi,
  • veggjöld fyrir takandi,
  • og umferðina stöðvandi.
  • Bíleigendum refsandi.

  • Byggðamálum gleymandi.
  • Landbúnaðinn kæfandi.
  • Gerlamat inn flytjandi.
  • Iðnaðinn forsmáandi.

  • Hælisleitendum fjölgandi,
  • gegn skynseminni farandi
  • og glæpahópum hjálpandi
  • en nauðstöddum ei sinnandi.

  • Ritskoðun á komandi.
  • Miðla ríkisvæðandi.
  • Á Písakönnun fallandi
  • og iðnnemunum hafnandi.

  • Í stórum málum sofandi
  • en í rétttrúnaði vakandi
  • og dellu alla eltandi.

  • Sjálfum sér þó hrósandi.
  • Á bak við veiru skýlandi.
  • Í faraldri sig felandi.
  • Þannig var hún starfandi.
  • Ríkisstjórn Íslands verandi.

Höfundur er formaður Miðflokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×