Á leið inn í jákvæða landið! Rúnar Sigurjónsson skrifar 23. september 2021 11:15 Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á. Við trúum því að við fáum glæsilega kosningu sem getur sett málefni flokksins svo um munar á dagskrá eftir kosningar til hagsbóta fyrir þá sem glíma við fátækt og óréttlæti á Íslandi. Hafa setið allt of lengi á hakanum En hvers vegna er þetta að gerast? Jú sýnilega er fjöldi fólks að átta sig á megintilgangi flokksins og hvað hann getur og hefur gert fyrir fólkið í landinu. Þetta snýst jú fyrst og síðast um að búa til jákvætt og gott þjóðfélag sem við öll viljum búa í og getum verið stolt af. Þjóðfélag þar sem lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Af einhverjum orsökum hefur íslenskt samfélag verið byggt þannig upp að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hefur verið settur til hliðar. Þessi stóri hópur hefur ekki fengið að fljóta með í velsæld og hagsæld eins ríkasta lands heims og í raun löngu kominn með rasssæri af því að sitja á hakanum. Efnaminnsta fólkið í landinu hefur verið snuðað um sanngjörn mannréttindi allt of lengi og þetta hefur skapað neikvæðni og úlfúð í okkar fallega samfélagi. Flokkur fólksins berst fyrir því af alefli að við getum öll lifað mannsæmandi lífi, borið í virðingu fyrir hvert öðru og búið saman í sátt og samlyndi um ókomin ár á grundvelli sanngirni. Svo auðvelt að líta undan Staðan er slík að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hokrar með litla sem enga framfærslu. Þegar búið er að borga nauðþurftir, getur þetta fólk ekki veitt sér eða börnum sínum neitt og neitar sér því um margt sem kalla má lágmarks mannréttindi í auðugu samfélagi. Þetta fólk situr bugað af áhyggjum yfir því að mögulega gæti eitthvað komið upp á sem kallaði á örlítil aukaútgjöld upp á örfá þúsundkalla – þar með væri fjárhagurinn kominn á hliðna. Ég hef aldrei skilið hvers vegna nokkur sómakær stjórnmálamaður getur sætt sig við slíkt ástand samvisku sinar vegna. En það er bara svo auðvelt að líta undan! Hvað er til ráða? En hvernig lögum við þetta. Jú með því að útrýma fátækt og laga kjör hinna tekjulágu og þeirra sem ekki eiga þess kost á að vinna fyrir sér vegna veikinda og fötlunar. Í þessum hópi eru eldri borgarar sem margir hverjir eru einnig orðnir fangar fátæktar eins og öryrkjar. Kröfur Flokks fólksins eru að lágmarksframfærsla hvers einstaklings verði 350.000 krónur á mánuði, skatta og skerðingalaust. Þessari mikilvægu kjarabót má einfaldlega ná fram með tilfærslum í skattakerfinu, við höfum talað fyrir fallandi persónuafslætti til að rétta okkar lágtekjufólki meiri framfærslu Getum við ekki öll tekið undir að með því að sameinast um þessa aðgerð til handa okkar tekjuminnstu þjóðfélagsþegnum? Skapað jákvæðara þjóðfélag þar sem við öll getum veitt okkur eitthvað af gleðistundum. Saman til sigurs! Á laugardaginn eru kosningar og þá veljum við þann flokk sem við treystum best til að stuðla að betra samfélagi hérlendis á næsta kjörtímabil. Þér kjósandi góður stendur til boða að velja flokkinn sem ætlar að vera í forystu um þessi réttlætismál endurbætur. Flokkur fólksins hefur svo sannarlega sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir því að þetta verði lagfært. Við erum rétt að byrja og gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir velferð fólksins okkar. Við viljum að hér geti allir lifað með reisn. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Hvert atkvæði telur og þetta er núna í þínum höndum! Gerum þjóðfélagið okkar betra. Gerum þjóðfélagið okkar jákvæðara. Kjósum bjartsýni, bros og framtíð þar sem við öll notið þess að búa í okkar auðuga og fallega landi. Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur er í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á. Við trúum því að við fáum glæsilega kosningu sem getur sett málefni flokksins svo um munar á dagskrá eftir kosningar til hagsbóta fyrir þá sem glíma við fátækt og óréttlæti á Íslandi. Hafa setið allt of lengi á hakanum En hvers vegna er þetta að gerast? Jú sýnilega er fjöldi fólks að átta sig á megintilgangi flokksins og hvað hann getur og hefur gert fyrir fólkið í landinu. Þetta snýst jú fyrst og síðast um að búa til jákvætt og gott þjóðfélag sem við öll viljum búa í og getum verið stolt af. Þjóðfélag þar sem lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Af einhverjum orsökum hefur íslenskt samfélag verið byggt þannig upp að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hefur verið settur til hliðar. Þessi stóri hópur hefur ekki fengið að fljóta með í velsæld og hagsæld eins ríkasta lands heims og í raun löngu kominn með rasssæri af því að sitja á hakanum. Efnaminnsta fólkið í landinu hefur verið snuðað um sanngjörn mannréttindi allt of lengi og þetta hefur skapað neikvæðni og úlfúð í okkar fallega samfélagi. Flokkur fólksins berst fyrir því af alefli að við getum öll lifað mannsæmandi lífi, borið í virðingu fyrir hvert öðru og búið saman í sátt og samlyndi um ókomin ár á grundvelli sanngirni. Svo auðvelt að líta undan Staðan er slík að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar hokrar með litla sem enga framfærslu. Þegar búið er að borga nauðþurftir, getur þetta fólk ekki veitt sér eða börnum sínum neitt og neitar sér því um margt sem kalla má lágmarks mannréttindi í auðugu samfélagi. Þetta fólk situr bugað af áhyggjum yfir því að mögulega gæti eitthvað komið upp á sem kallaði á örlítil aukaútgjöld upp á örfá þúsundkalla – þar með væri fjárhagurinn kominn á hliðna. Ég hef aldrei skilið hvers vegna nokkur sómakær stjórnmálamaður getur sætt sig við slíkt ástand samvisku sinar vegna. En það er bara svo auðvelt að líta undan! Hvað er til ráða? En hvernig lögum við þetta. Jú með því að útrýma fátækt og laga kjör hinna tekjulágu og þeirra sem ekki eiga þess kost á að vinna fyrir sér vegna veikinda og fötlunar. Í þessum hópi eru eldri borgarar sem margir hverjir eru einnig orðnir fangar fátæktar eins og öryrkjar. Kröfur Flokks fólksins eru að lágmarksframfærsla hvers einstaklings verði 350.000 krónur á mánuði, skatta og skerðingalaust. Þessari mikilvægu kjarabót má einfaldlega ná fram með tilfærslum í skattakerfinu, við höfum talað fyrir fallandi persónuafslætti til að rétta okkar lágtekjufólki meiri framfærslu Getum við ekki öll tekið undir að með því að sameinast um þessa aðgerð til handa okkar tekjuminnstu þjóðfélagsþegnum? Skapað jákvæðara þjóðfélag þar sem við öll getum veitt okkur eitthvað af gleðistundum. Saman til sigurs! Á laugardaginn eru kosningar og þá veljum við þann flokk sem við treystum best til að stuðla að betra samfélagi hérlendis á næsta kjörtímabil. Þér kjósandi góður stendur til boða að velja flokkinn sem ætlar að vera í forystu um þessi réttlætismál endurbætur. Flokkur fólksins hefur svo sannarlega sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir því að þetta verði lagfært. Við erum rétt að byrja og gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir velferð fólksins okkar. Við viljum að hér geti allir lifað með reisn. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. Hvert atkvæði telur og þetta er núna í þínum höndum! Gerum þjóðfélagið okkar betra. Gerum þjóðfélagið okkar jákvæðara. Kjósum bjartsýni, bros og framtíð þar sem við öll notið þess að búa í okkar auðuga og fallega landi. Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur er í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun