Ákall eftir einkarekstri? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:31 Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar