Ostahattar Ryderliðs Evrópu vöktu mikla athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 11:30 Shane Lowry, Tyrrell Hatton, Padraig Harrington, Jon Rahm og Sergio Garcia sjást hér með ostahattana sína. Getty/Andrew Redington Evrópsku kylfingarnir eru alveg til í smá fíflalæti nú þegar þeir byggja upp stemmninguna innan síns liðs fyrir keppnina á móti öflugu bandarísku Ryderliði. Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira