Af hverju er ég í Sjálfstæðisflokknum? Elsa B. Valsdóttir skrifar 23. september 2021 08:45 Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun