Óbærilegt ógagnsæi eftirlauna eldri borgara Viðar Eggertsson skrifar 23. september 2021 08:16 Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar