Viðskipti erlent

Kjöt- og drykkjar­fram­leið­endur í úlfa­kreppu vegna skorts á kol­sýru

Kjartan Kjartansson skrifar
Kjötðnaður í Bretlandi er í tilvistarkreppu vegna skorts á koltvísýringi. Hann er notaður til þess að rota kjúklinga og svín fyrir slátrun.
Kjötðnaður í Bretlandi er í tilvistarkreppu vegna skorts á koltvísýringi. Hann er notaður til þess að rota kjúklinga og svín fyrir slátrun. Vísir/EPA

Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum.

Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar.

Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum.

Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,15
27
210.559
ICEAIR
2,55
149
809.462
VIS
1,9
23
594.243
EIK
1,64
1
150
SJOVA
1,02
9
31.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,87
115
1.035.540
SIMINN
-1,65
14
253.757
REGINN
-0,68
2
11.760
ICESEA
-0,63
5
14.457
SVN
-0,45
21
103.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.