Betri kjör til okkar besta fólks Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 22. september 2021 13:01 Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun