Þegar málþófið svæfði lýðræðið Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2021 09:30 Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar