„Sjaldan sem menn ná árangri strax“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 11:01 Guðmundur Guðmundsson er væntanlegur til landsins á morgun. vísir/Hulda Margrét Á ýmsu hefur gengið hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarna daga. Á sunnudaginn var honum sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi en í gær var hann kynntur sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fredericia og tekur við liðinu næsta sumar. „Þetta fer á listann hjá manni yfir viðburðarríkari daga ferilsins,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Ekki er langt síðan Fredericia setti sig í samband við hann. „Þetta er ekki langur aðdragandi, kannski rúmar tvær vikur. Upphaflega ætlaði ég bara að vera fimm mánuði hér í Melsungen, svo kom faraldurinn og þá framlengdist þetta um eitt ár. Þetta hefur alltaf verið eitt ár í senn,“ sagði Guðmundur. „Síðan þróast þetta þannig að Fredericia hafði samband við mig. Þeir skýrðu út fyrir mér hvað þeir höfðu fram að færa og á endanum kom mjög áhugavert tilboð frá þeim. Ég greindi forráðamönnum Melsungen frá því mjög heiðarlega og fljótt í ferlinu. Þetta var eins og þetta var. Það að mér hafi verið sagt upp eftir þrjá leiki er fáheyrt en það spilaði kannski inn í að þeir vissu af þessum fyrirætlunum mínum.“ Hvernig var viðskilnaðurinn við Melsungen? „Það er bara eins og það er í þessum bransa. Það er ekki mikið um það að segja. Þetta er bara svona bransi, þjálfarar koma og þjálfarar fara. Ég var bara heiðarlegur við þá og þeir við mig. Ég var upphaflega fenginn hingað út í ákveðið verkefni, að klára tímabilið. En svo komu ótrúlegustu hlutir inn í myndina. Síðasta tímabil var mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. Hann tók við Melsungen í febrúar 2020 en stýrði liðinu aðeins í nokkrum leikjum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Faraldurinn setti svo stórt strik í reikning Melsungen á síðasta tímabili. Átti ekki von á þessu „Fyrst var ég hérna í tvær vikur. Svo hitti ég liðið ekkert aftur fyrr en um miðjan júlí. Síðan vorum við endalaust í sóttkví og lentum gríðarlega illa í þessu. Ég veit ekki hvernig maður átti að púsla því saman. Maður var alltaf að keyra liðið upp og þá lentum við aftur í sóttkví. Svo komu upp meiðsli sem mátti rekja til þess að menn gátu ekki hreyft sig í tvær vikur senn. Þetta var erfitt tímabil. Ég verð að játa að ég átti ekki von á þessu núna en kannski getur maður sagt að atburðarrás hafi farið af stað þegar ég tilkynnti þeim að ég sýndi þessu verkefni hjá Fredericia áhuga.“ Fredericia varð fimm sinnum danskur meistari á 8. áratug síðustu aldar og er nú aftur að gera sig gildandi. „Þetta er sögufrægt félag í Danmörku. Undanfarin ár hafa þeir komið aftur inn á kortið. Það sem er áhugavert við þetta verkefni er að þeir eru með mjög sannfærandi áætlun hvernig þeir vilja byggja þetta lið upp. Og þeir eru með skýra markmiðasetningu sem er vel fram sett og mér finnst hún trúverðug. Þeir taka þetta skref fyrir skref. Þeir vilja komast inn í átta liða úrslit í vetur, í topp sex á næsta ári, topp fjóra árið þar á eftir og svo framvegis,“ sagði Guðmundur. Hann segir að verkefnið hjá Fredericia minni á það sem hann var í hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Ólík sýn á hvernig á að ná árangri „Ég verð að játa það að ég hrífst af svona verkefnum. Mér finnst gaman að byggja upp lið. Ég gerði þetta með Rhein-Neckar Löwen. Ég var þar í fjögur ár. Fyrstu tvö árin voru erfið og svo uppskárum við á þriðja ári. Það er oft þannig í þessum bransa að það tekur tíma að breyta liðum og byggja þau upp. Það er sjaldan sem menn ná árangri strax. Með Melsungen held ég að við höfum haft mjög ólíka sýn á það hvað þarf til að árangri,“ sagði Guðmundur en vildi ekki skýra það frekar. „Ég upplifði það þannig en ég vil ekki fara út í smáatriði.“ Fredericia er í 5. sæti dönsku deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti og komst ekki í úrslitakeppnina. „Liðið hefur farið vel af stað og sá sem er þjálfari núna [Jesper Houmark] ákvað sjálfur að stíga til hliðar og það var löngu ákveðið. En hann verður áfram starfandi hjá Fredericia sem er frábært. Stefnan er sett á að blanda sér í toppbaráttuna í dönsku deildinni á síðari stigum,“ sagði Guðmundur. Hann þekkir vel til í dönskum handbolta og kann vel við sig þar. Ánægður með æfingakúltúrinn í Danmörku „Ég hef þjálfað í Danmörku og verið rosalega ánægður með æfingakúltúrinn þar. Ég hef verið mjög sáttur með hvernig menn æfa og leggja sig fram, bæði hjá GOG og ekki síður hjá danska landsliðinu.“ Hann segir engan möguleika á að hann taki við Fredericia fyrr en áætlað er. „Nei, það er ekki inni í myndinni,“ sagði Guðmundur. Hann kemur heim á morgun. Í byrjun nóvember kemur íslenska landsliðið saman til æfinga í viku þar sem formlegur undirbúningur fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu hefst. Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
„Þetta fer á listann hjá manni yfir viðburðarríkari daga ferilsins,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Ekki er langt síðan Fredericia setti sig í samband við hann. „Þetta er ekki langur aðdragandi, kannski rúmar tvær vikur. Upphaflega ætlaði ég bara að vera fimm mánuði hér í Melsungen, svo kom faraldurinn og þá framlengdist þetta um eitt ár. Þetta hefur alltaf verið eitt ár í senn,“ sagði Guðmundur. „Síðan þróast þetta þannig að Fredericia hafði samband við mig. Þeir skýrðu út fyrir mér hvað þeir höfðu fram að færa og á endanum kom mjög áhugavert tilboð frá þeim. Ég greindi forráðamönnum Melsungen frá því mjög heiðarlega og fljótt í ferlinu. Þetta var eins og þetta var. Það að mér hafi verið sagt upp eftir þrjá leiki er fáheyrt en það spilaði kannski inn í að þeir vissu af þessum fyrirætlunum mínum.“ Hvernig var viðskilnaðurinn við Melsungen? „Það er bara eins og það er í þessum bransa. Það er ekki mikið um það að segja. Þetta er bara svona bransi, þjálfarar koma og þjálfarar fara. Ég var bara heiðarlegur við þá og þeir við mig. Ég var upphaflega fenginn hingað út í ákveðið verkefni, að klára tímabilið. En svo komu ótrúlegustu hlutir inn í myndina. Síðasta tímabil var mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. Hann tók við Melsungen í febrúar 2020 en stýrði liðinu aðeins í nokkrum leikjum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Faraldurinn setti svo stórt strik í reikning Melsungen á síðasta tímabili. Átti ekki von á þessu „Fyrst var ég hérna í tvær vikur. Svo hitti ég liðið ekkert aftur fyrr en um miðjan júlí. Síðan vorum við endalaust í sóttkví og lentum gríðarlega illa í þessu. Ég veit ekki hvernig maður átti að púsla því saman. Maður var alltaf að keyra liðið upp og þá lentum við aftur í sóttkví. Svo komu upp meiðsli sem mátti rekja til þess að menn gátu ekki hreyft sig í tvær vikur senn. Þetta var erfitt tímabil. Ég verð að játa að ég átti ekki von á þessu núna en kannski getur maður sagt að atburðarrás hafi farið af stað þegar ég tilkynnti þeim að ég sýndi þessu verkefni hjá Fredericia áhuga.“ Fredericia varð fimm sinnum danskur meistari á 8. áratug síðustu aldar og er nú aftur að gera sig gildandi. „Þetta er sögufrægt félag í Danmörku. Undanfarin ár hafa þeir komið aftur inn á kortið. Það sem er áhugavert við þetta verkefni er að þeir eru með mjög sannfærandi áætlun hvernig þeir vilja byggja þetta lið upp. Og þeir eru með skýra markmiðasetningu sem er vel fram sett og mér finnst hún trúverðug. Þeir taka þetta skref fyrir skref. Þeir vilja komast inn í átta liða úrslit í vetur, í topp sex á næsta ári, topp fjóra árið þar á eftir og svo framvegis,“ sagði Guðmundur. Hann segir að verkefnið hjá Fredericia minni á það sem hann var í hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Ólík sýn á hvernig á að ná árangri „Ég verð að játa það að ég hrífst af svona verkefnum. Mér finnst gaman að byggja upp lið. Ég gerði þetta með Rhein-Neckar Löwen. Ég var þar í fjögur ár. Fyrstu tvö árin voru erfið og svo uppskárum við á þriðja ári. Það er oft þannig í þessum bransa að það tekur tíma að breyta liðum og byggja þau upp. Það er sjaldan sem menn ná árangri strax. Með Melsungen held ég að við höfum haft mjög ólíka sýn á það hvað þarf til að árangri,“ sagði Guðmundur en vildi ekki skýra það frekar. „Ég upplifði það þannig en ég vil ekki fara út í smáatriði.“ Fredericia er í 5. sæti dönsku deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti og komst ekki í úrslitakeppnina. „Liðið hefur farið vel af stað og sá sem er þjálfari núna [Jesper Houmark] ákvað sjálfur að stíga til hliðar og það var löngu ákveðið. En hann verður áfram starfandi hjá Fredericia sem er frábært. Stefnan er sett á að blanda sér í toppbaráttuna í dönsku deildinni á síðari stigum,“ sagði Guðmundur. Hann þekkir vel til í dönskum handbolta og kann vel við sig þar. Ánægður með æfingakúltúrinn í Danmörku „Ég hef þjálfað í Danmörku og verið rosalega ánægður með æfingakúltúrinn þar. Ég hef verið mjög sáttur með hvernig menn æfa og leggja sig fram, bæði hjá GOG og ekki síður hjá danska landsliðinu.“ Hann segir engan möguleika á að hann taki við Fredericia fyrr en áætlað er. „Nei, það er ekki inni í myndinni,“ sagði Guðmundur. Hann kemur heim á morgun. Í byrjun nóvember kemur íslenska landsliðið saman til æfinga í viku þar sem formlegur undirbúningur fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu hefst.
Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira