Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. september 2021 09:00 Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Heilbrigðismál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar