Kjósum flokkinn sem treystir ungu fólki Lísbet Sigurðardóttir, Steinar Ingi Kolbeins og Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifa 18. september 2021 15:30 Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar