Skammastu þín Guðni Ágústsson! Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. september 2021 15:00 Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar