Hefur sjálfsskaði tilgang? Agla Hjörvarsdóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir skrifa 17. september 2021 16:01 Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar