Ný stjórn ungmennaráðs UN Women Heimsljós 17. september 2021 13:42 Frá vinstri: Hulda Sif Högnadóttir, Líney Helgadóttir, Gerður Ævarsdóttir, Fönn Hallsdóttir, Védís Drótt Cortez, Sólrún Ásta Reynisdóttir og Erna Benediktsdóttir. Ljósmynd: UN Women Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. Aðalfundur ungmennráðs UN Women á Íslandi fór fram á dögunum. Ný sjö kvenna stjórn var kosin en eingöngu konur buðu sig fram. Ný stjórn ungmennráðsins samanstendur af eftirfarandi: Erna Benediktsdóttir, Fönn Hallsdóttir, Gerður Ævarsdóttir, Hulda Sif Högnadóttir, Líney Helgadóttir, Sólrún Ásta Reynisdóttir og Védís Drótt Cortez. Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. Það gera meðlimir ráðsins fyrst og fremst með fræðslu og kynningum í grunn- og framhaldsskólum. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan. En einnig stendur ráðið fyrir vitundarvakningar- og fjáröflunarviðburðum. Síðastliðið starfsár ungmennaráðsins var með óvenjulegu sniði vegna samkomutakmarkana vegna heimsfaraldursins. Stjórn ráðsins aðlagaði sig fljótt og bauð upp á skólakynningar í gegnum Zoom og Teams. Fjarkynningar voru 24 og samkvæmt frétt á vef UN Women efldi þetta nýja fyrirkomulag fræðslu á landsbyggðinni. Ný fræðslunefnd eingöngu skipuð strákum, var sett á fót. Markmiðið með því var að jafna kynjahlutföll í skólakynningum. Samfélagsmiðlar ungmennaráðsins blómstruðu í höndum stjórnarinnar með ýmsum liðum, líkt og „femínistar tala“, þar sem fjölbreyttur hópur femínista tók yfir Instagram ungmennráðsins og fjallaði um fjölbreyttar leiðir í femínisma. Á meðal femínista voru Sóley Tómasdóttir, Vilhelm Neto, Ingileif Friðriksdóttir og Sema Erla. Á aðalfundinum var farið yfir liðið starfsár, fulltrúar aktívistahópsins Antírasistar héldu erindi ásamt aktívistahópnum Öfgum. Í frétt UN Women er fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og nýrri stjórn óskað góðs gengis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent
Aðalfundur ungmennráðs UN Women á Íslandi fór fram á dögunum. Ný sjö kvenna stjórn var kosin en eingöngu konur buðu sig fram. Ný stjórn ungmennráðsins samanstendur af eftirfarandi: Erna Benediktsdóttir, Fönn Hallsdóttir, Gerður Ævarsdóttir, Hulda Sif Högnadóttir, Líney Helgadóttir, Sólrún Ásta Reynisdóttir og Védís Drótt Cortez. Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. Það gera meðlimir ráðsins fyrst og fremst með fræðslu og kynningum í grunn- og framhaldsskólum. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan. En einnig stendur ráðið fyrir vitundarvakningar- og fjáröflunarviðburðum. Síðastliðið starfsár ungmennaráðsins var með óvenjulegu sniði vegna samkomutakmarkana vegna heimsfaraldursins. Stjórn ráðsins aðlagaði sig fljótt og bauð upp á skólakynningar í gegnum Zoom og Teams. Fjarkynningar voru 24 og samkvæmt frétt á vef UN Women efldi þetta nýja fyrirkomulag fræðslu á landsbyggðinni. Ný fræðslunefnd eingöngu skipuð strákum, var sett á fót. Markmiðið með því var að jafna kynjahlutföll í skólakynningum. Samfélagsmiðlar ungmennaráðsins blómstruðu í höndum stjórnarinnar með ýmsum liðum, líkt og „femínistar tala“, þar sem fjölbreyttur hópur femínista tók yfir Instagram ungmennráðsins og fjallaði um fjölbreyttar leiðir í femínisma. Á meðal femínista voru Sóley Tómasdóttir, Vilhelm Neto, Ingileif Friðriksdóttir og Sema Erla. Á aðalfundinum var farið yfir liðið starfsár, fulltrúar aktívistahópsins Antírasistar héldu erindi ásamt aktívistahópnum Öfgum. Í frétt UN Women er fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og nýrri stjórn óskað góðs gengis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent