Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 16. september 2021 15:30 Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar