Ný framkvæmdastýra UN Women frá Jórdaníu Heimsljós 16. september 2021 13:04 Sima Sami Bahous framkvæmdastýra UN Women. Sameinuðu þjóðirnar Sima hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum á alþjóðavettvangi. Sima Sami Bahous hefur verið skipuð ný framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipunina í vikubyrjun. Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum á árunum 2012-2016. Samkvæmt frétt frá UN Women á Íslandi hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum. Sima tekur við stöðu framkvæmdastýru UN Women af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2013. Phumzile er kennari að mennt og með doktorsgráðu í kennslufræðum. Hún hefur lengi verið virk í kvenréttindabaráttunni, bæði í heimalandi sínu Suður Afríku og á alþjóðvettvangi. Phumzile gegndi embætti varaforseta Suður Afríku á árunum 2005 til 2008 og var virk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður afrískra stjórnvalda á sínum yngri árum. „Á sama tíma og UN Women á Íslandi býður Sima Bahous velkomna til starfa, kveðja samtökin Phumzile og þakka henni fyrir einstakt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent
Sima Sami Bahous hefur verið skipuð ný framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipunina í vikubyrjun. Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum á árunum 2012-2016. Samkvæmt frétt frá UN Women á Íslandi hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum. Sima tekur við stöðu framkvæmdastýru UN Women af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2013. Phumzile er kennari að mennt og með doktorsgráðu í kennslufræðum. Hún hefur lengi verið virk í kvenréttindabaráttunni, bæði í heimalandi sínu Suður Afríku og á alþjóðvettvangi. Phumzile gegndi embætti varaforseta Suður Afríku á árunum 2005 til 2008 og var virk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður afrískra stjórnvalda á sínum yngri árum. „Á sama tíma og UN Women á Íslandi býður Sima Bahous velkomna til starfa, kveðja samtökin Phumzile og þakka henni fyrir einstakt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent