Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn Árni Jóhannsson skrifar 15. september 2021 22:15 Helena Sverrisdóttir leiddi sínar stöllur til sigurs á Hlíðarenda í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir að hafa leitt lið sitt í úrslit VÍS-bikarsins með 16 stig og 10 fráköst ásamt því að spila fanta varnarleik. Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“ Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“
Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira