Mikilvægar úrbætur í kynferðisbrotamálum, en vinnunni er ekki lokið Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2021 14:01 Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi. Í sögulegu ljósi hefur réttlætinu alltof sjaldan verið til að dreifa gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis. Réttarkerfið okkar var sannanlega ekki byggt upp í kringum verndarhagsmuni þolenda slíkra brota. Á öldum áður þótti til dæmis ekkert tiltökumál í nafni laganna að nauðga konum sem höfðu á sér „óorð“ – sem var skilgreint eftir tíðarandanum – og nauðgun í hjónabandi var ekki refsiverð fyrr en undir lok síðustu aldar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar, bæði í samfélagslegu tilliti og lagalegu, þá er staðreyndin enn sú að réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot af því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í íslensku samfélagi. Úrbætur síðustu ára og áratuga hafa engu að síður verði mikilvægar. Þær hafa meðal annars lotið að því að styrkja kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og fjarlægja úr lögum fordóma gagnvart þolendum kynferðisbrota. En réttlætið liggur ekki eingöngu í hegningarlagabókstafnum heldur einnig í meðferð mála. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var síðast í ríkisstjórn var ráðist í gagngera skoðun á meðferð kynferðisbrota og úrbótavinnan hefur haldið áfram nokkuð samfleytt síðan þá. Fjölmörg verkefni á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili var unnið eftir vel útfærðri aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota þar sem stytting málsmeðferðartíma var ofarlega á blaði, en einnig bættir verkferlar og fræðsla. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis var efld með 20 milljóna króna fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2018, með sérstakri áherslu á að auka aðstoð og þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Á kjörtímabilinu var einnig unnin fyrsta aðgerðaáætlunin í forvarnamálum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og er framkvæmd hennar að hefjast. Þá hófst á þessu kjörtímabili, og að frumkvæði forsætisráðherra, ítarleg vinna við endurskoðun á réttarstöðu brotaþola. Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur vann greinargóða skýrslu og á grunni hennar voru samþykktar tillögur sem rötuðu að hluta til í frumvarp dómsmálaráðherra um réttarstöðu brotaþola. Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga en eftir kosningar þarf að ráðast í umbætur á því frumvarpi og ná fram pólitískri samstöðu til að feta veginn áfram í átt að réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Sumar þessara tillagna hafa tæknilegt yfirbragð en í grunninn lúta þær að því að brotaþolar séu lögformlegir þátttakendur í sínum eigin málum, að þeir séu ekki bara vitni í máli ákæruvalds gegn sakborningi. Það er ekki eingöngu niðurstaða máls sem öllu skiptir, heldur einnig málsmeðferðin. Jafnframt getur það aukið líkur á að mál upplýsist ef brotaþolar hafa aðkomu að málsmeðferðinni, enda veltur málsmeðferð mikið á framburði brotaþola og mikilvægt að hann sé eins nákvæmur og mögulegt er. Líkt og Hildur Fjóla Antonsdóttir hefur bent á í skrifum sínum líta brotaþolar réttlæti mismunandi augum en eiga það þó sammerkt að tengja við það þætti á borð við virðingu og viðurkenningu og að eiga sína eigin rödd sem á er hlustað. Almennt vilja brotaþolar að gerandi axli ábyrgð og horfist í augu við gjörðir sínar en ekki allir telja endilega að fangelsisvist stuðli að því. Síðast en ekki síst er brotaþolum mikilvægt að komið sé í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum sömu upplifun. Næstu skref í þágu brotaþola Með starfi forsætisráðuneytisins og ráðgjöf Hildar Fjólu Antonsdóttur er kominn góður grunnur að næstu skrefum í átt að bættu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Breyta þarf sakamálalögum en einnig að fullvinna tillögur sem geta veitt þolendum bætt aðgengi að skaða- og miskabótum. Samfélagið er óvant því að kynferðisbrotamenn þurfi að sæta ábyrgð eða að ofbeldið breyti einhverju í þeirra lífi. Við erum vanari því að þolendur þurfi að skipta um störf, flytja búferlum og almennt að sætta sig við ýmsa lykkjur í lífinu til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Með samfélagsbylgjum síðustu ára hafa þolendur í auknum mæli reynt að hafna þessu hlutverki og gera kröfu á samfélagið um að sýna stuðning við þolendur í verki. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að halda áfram að þróa kerfin okkar þannig að þau nái utan um viðfangsefni samtímans. Það á líka við um réttarkerfið. Okkar hlutverk er jafnframt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þroska og þróa áfram samfélagslegt viðbragð við kynferðisofbeldi og forvarnir gegn því, því það er eina leiðin til að uppræta það. Við eigum langt í land, en við höldum áfram. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Kynferðisofbeldi Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi. Í sögulegu ljósi hefur réttlætinu alltof sjaldan verið til að dreifa gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis. Réttarkerfið okkar var sannanlega ekki byggt upp í kringum verndarhagsmuni þolenda slíkra brota. Á öldum áður þótti til dæmis ekkert tiltökumál í nafni laganna að nauðga konum sem höfðu á sér „óorð“ – sem var skilgreint eftir tíðarandanum – og nauðgun í hjónabandi var ekki refsiverð fyrr en undir lok síðustu aldar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar, bæði í samfélagslegu tilliti og lagalegu, þá er staðreyndin enn sú að réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot af því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í íslensku samfélagi. Úrbætur síðustu ára og áratuga hafa engu að síður verði mikilvægar. Þær hafa meðal annars lotið að því að styrkja kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og fjarlægja úr lögum fordóma gagnvart þolendum kynferðisbrota. En réttlætið liggur ekki eingöngu í hegningarlagabókstafnum heldur einnig í meðferð mála. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var síðast í ríkisstjórn var ráðist í gagngera skoðun á meðferð kynferðisbrota og úrbótavinnan hefur haldið áfram nokkuð samfleytt síðan þá. Fjölmörg verkefni á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili var unnið eftir vel útfærðri aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota þar sem stytting málsmeðferðartíma var ofarlega á blaði, en einnig bættir verkferlar og fræðsla. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis var efld með 20 milljóna króna fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2018, með sérstakri áherslu á að auka aðstoð og þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Á kjörtímabilinu var einnig unnin fyrsta aðgerðaáætlunin í forvarnamálum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og er framkvæmd hennar að hefjast. Þá hófst á þessu kjörtímabili, og að frumkvæði forsætisráðherra, ítarleg vinna við endurskoðun á réttarstöðu brotaþola. Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur vann greinargóða skýrslu og á grunni hennar voru samþykktar tillögur sem rötuðu að hluta til í frumvarp dómsmálaráðherra um réttarstöðu brotaþola. Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga en eftir kosningar þarf að ráðast í umbætur á því frumvarpi og ná fram pólitískri samstöðu til að feta veginn áfram í átt að réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Sumar þessara tillagna hafa tæknilegt yfirbragð en í grunninn lúta þær að því að brotaþolar séu lögformlegir þátttakendur í sínum eigin málum, að þeir séu ekki bara vitni í máli ákæruvalds gegn sakborningi. Það er ekki eingöngu niðurstaða máls sem öllu skiptir, heldur einnig málsmeðferðin. Jafnframt getur það aukið líkur á að mál upplýsist ef brotaþolar hafa aðkomu að málsmeðferðinni, enda veltur málsmeðferð mikið á framburði brotaþola og mikilvægt að hann sé eins nákvæmur og mögulegt er. Líkt og Hildur Fjóla Antonsdóttir hefur bent á í skrifum sínum líta brotaþolar réttlæti mismunandi augum en eiga það þó sammerkt að tengja við það þætti á borð við virðingu og viðurkenningu og að eiga sína eigin rödd sem á er hlustað. Almennt vilja brotaþolar að gerandi axli ábyrgð og horfist í augu við gjörðir sínar en ekki allir telja endilega að fangelsisvist stuðli að því. Síðast en ekki síst er brotaþolum mikilvægt að komið sé í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum sömu upplifun. Næstu skref í þágu brotaþola Með starfi forsætisráðuneytisins og ráðgjöf Hildar Fjólu Antonsdóttur er kominn góður grunnur að næstu skrefum í átt að bættu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Breyta þarf sakamálalögum en einnig að fullvinna tillögur sem geta veitt þolendum bætt aðgengi að skaða- og miskabótum. Samfélagið er óvant því að kynferðisbrotamenn þurfi að sæta ábyrgð eða að ofbeldið breyti einhverju í þeirra lífi. Við erum vanari því að þolendur þurfi að skipta um störf, flytja búferlum og almennt að sætta sig við ýmsa lykkjur í lífinu til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Með samfélagsbylgjum síðustu ára hafa þolendur í auknum mæli reynt að hafna þessu hlutverki og gera kröfu á samfélagið um að sýna stuðning við þolendur í verki. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að halda áfram að þróa kerfin okkar þannig að þau nái utan um viðfangsefni samtímans. Það á líka við um réttarkerfið. Okkar hlutverk er jafnframt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þroska og þróa áfram samfélagslegt viðbragð við kynferðisofbeldi og forvarnir gegn því, því það er eina leiðin til að uppræta það. Við eigum langt í land, en við höldum áfram. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun