Þjóðargjafir fyrir útvalda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. september 2021 13:30 Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar