Hvers vegna ekki Miðflokk? Þór Saari skrifar 15. september 2021 15:00 Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar