Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: (Ó)réttlæti og fátækt Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021 15:31 Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun