Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 09:01 Lewis Hamilton hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en á þessari mynd má sjá hversu litlu munaði þegar hann lenti undir bíl Max Verstappen. EPA-EFE/LARS BARON Formúlukappinn Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn meðal okkar eftir árekstur bíla hans og aðalkeppinautarins Max Verstappen í formúlu eitt kappakstrinum á Monza brautinni um helgina. Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag. Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag.
Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira