Ég elska íbúðina mína Rúnar Gíslason skrifar 10. september 2021 07:31 Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í lok dags dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hins vegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘.‘ Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur. Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Það er skýr áhersla Vinstri grænna, að tryggja betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldis og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd og liður í því, að mínu mati, er að efla lögregluna á Íslandi. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan vegin viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heimilisofbeldi Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í lok dags dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hins vegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘.‘ Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur. Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Það er skýr áhersla Vinstri grænna, að tryggja betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldis og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd og liður í því, að mínu mati, er að efla lögregluna á Íslandi. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan vegin viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar