Mismunun í kjörklefanum Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 9. september 2021 16:00 „Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”. Eitthvað á þessa leiða hófst samtal sem ég átti við ungan mann með einhverfu fyrir ekki löngu. Viðkomandi getur vegna fötlunar sinnar ekki þegið aðstoð frá hverjum sem er en skv. núgildandi lögum er ætlast til þess að hver og einn kjósi aðstoðarlaust og í einrúmi. Þó er sú undantekning gerð að ef þú sakir sjónleysis eða þess að hönd sé ónothæf þá máttu velja þér þinn eigin aðstoðarmann til að hafa með þér inn í kjörklefann. Þetta þýðir að fólk með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar fatlanir, getur ekki fengið aðstoð í kjörklefanum. Ný kosningalög voru samþykkt á Alþing í vor þar sem skýrt er kveðið á um að kjósandi sem þarf aðstoð inn í kjörklefa geti ráðið því sjálfur hvort hann þyggur aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar eða kemur með sinn eigin aðstoðarmann og tekur á þeirri mismunun sem er á milli hópa fatlaðs fólks, þar sem sumt fatlað fólk má fá aðstoð en annað fatlað fólk ekki. Þetta er mikið framfaraskref og réttlætismál sem loks er komið inn í íslensk lög og þar með búið að útrýma þeirri innbyrgðis mismunun sem fólst í eldri lögum. Þar sem ný kosningalög taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021 er það því miður svo að í Alþingiskosningunum 25. september n.k. mun einungis hluti þeirra sem þurfa aðstoð í kjörklefanum fá hana, og geta því ekki nýtt lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa þrátt fyrir skýran vilja til þess. Það er mikilvægt að tryggja að fatlað fólk fái besta stuðning sem völ er á til þess að undibúa sig fyrir að kjósa 25. september. Þarna spila aðstandendur sem og starfsfólk sem vinnur fyrir og með fötluðu fólki lykilhlutverk. Þroskahjálp hvetur þessa aðila til þess að aðstoða fatlað fólk sem vill nýta kosningarétt sinn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Greinin er hluti af herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, sem ætlað er að vekja athygli á hindrunum sem fatlað fólk mætir þegar það kýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”. Eitthvað á þessa leiða hófst samtal sem ég átti við ungan mann með einhverfu fyrir ekki löngu. Viðkomandi getur vegna fötlunar sinnar ekki þegið aðstoð frá hverjum sem er en skv. núgildandi lögum er ætlast til þess að hver og einn kjósi aðstoðarlaust og í einrúmi. Þó er sú undantekning gerð að ef þú sakir sjónleysis eða þess að hönd sé ónothæf þá máttu velja þér þinn eigin aðstoðarmann til að hafa með þér inn í kjörklefann. Þetta þýðir að fólk með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar fatlanir, getur ekki fengið aðstoð í kjörklefanum. Ný kosningalög voru samþykkt á Alþing í vor þar sem skýrt er kveðið á um að kjósandi sem þarf aðstoð inn í kjörklefa geti ráðið því sjálfur hvort hann þyggur aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar eða kemur með sinn eigin aðstoðarmann og tekur á þeirri mismunun sem er á milli hópa fatlaðs fólks, þar sem sumt fatlað fólk má fá aðstoð en annað fatlað fólk ekki. Þetta er mikið framfaraskref og réttlætismál sem loks er komið inn í íslensk lög og þar með búið að útrýma þeirri innbyrgðis mismunun sem fólst í eldri lögum. Þar sem ný kosningalög taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021 er það því miður svo að í Alþingiskosningunum 25. september n.k. mun einungis hluti þeirra sem þurfa aðstoð í kjörklefanum fá hana, og geta því ekki nýtt lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa þrátt fyrir skýran vilja til þess. Það er mikilvægt að tryggja að fatlað fólk fái besta stuðning sem völ er á til þess að undibúa sig fyrir að kjósa 25. september. Þarna spila aðstandendur sem og starfsfólk sem vinnur fyrir og með fötluðu fólki lykilhlutverk. Þroskahjálp hvetur þessa aðila til þess að aðstoða fatlað fólk sem vill nýta kosningarétt sinn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Greinin er hluti af herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, sem ætlað er að vekja athygli á hindrunum sem fatlað fólk mætir þegar það kýs.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar