Vellirnir okkar Orri Björnsson skrifar 9. september 2021 10:31 Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar