Búið ykkur undir grænar bólur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. september 2021 12:00 Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun