Saklaus uns sekt er sönnuð? Þórdís Valsdóttir skrifar 8. september 2021 07:32 Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar