VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. september 2021 22:05 Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga Visir/Bára 16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum. Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins