Innlent

Teknir með Oxycontin við komuna til landsins

Þorgils Jónsson skrifar
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stóðu þrjá menn að tilraun til smygls á Oxycontin-töflum í síðasta mánuði. 
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stóðu þrjá menn að tilraun til smygls á Oxycontin-töflum í síðasta mánuði.  Vísir/Jóhann

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stóðu þrjá erlenda karlmenn að tilraun til smygls á hátt í þrjú þúsund Oxycontin-töflum við komu á Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að um sé að ræða tvö atvik. Fyrst var einn tekinn við komu frá Gdansk í Póllandi með 1.301 töflu, falda í nærfötum sínum, og var sá færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Hinir tveir komu frá Varsjá í lok mánaðar með 833 töflur, einnig faldar í nærbuxum sínum.

Þeir voru handteknir og sættu skýrslutöku.

Húsleit var gerð hjá karlmanni sem talinn var tengjast þeim tveimur síðarnefndu og fundust þar meint fíkniefni og sterar. Að auki talsverðir fjármunir sem voru haldlagðir.

Þá var íslenskur karlmaður handtekinn, einnig í ágústmánuði, þegar hann reyndi að smygla amfetamíni til landsins. Tollverðir fundu pakkningu með efninu í tösku hans við komuna frá Amsterdam í Hollandi. Þá fannst einnig lítið ílát með meintu amfetamíni við líkamsleit á honum. Hann var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×