Hver er næstur, kannski ég eða þú? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 6. september 2021 21:01 Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun