Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefna Sósíalistaflokksins Árni Múli Jónasson skrifar 3. september 2021 18:30 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar