Ólögmætur stóreignaskattur Teitur Björn Einarsson skrifar 3. september 2021 16:01 Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun