Skoðun

Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa.

Nýjasta útspilið er fyrirsjáanlegur áróður um að slíkur skattur standist ekki stjórnarskrá.

Sannleikurinn er auðvitað sá að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákveða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er margstaðfest í dómafordæmum og ekkert að óttast.

Við vitum hvernig Sjálfstæðismenn hafa kosið að nýtaþetta svigrúm: til að létta skattbyrði af hátekju- og stóreignafólki en velta henni yfir á lágtekju- og millitekjufólk.

Samfylkingin hafnar þeirri leið og ætlar að nýta svigrúmið á hinn veginn: draga úr skattbyrði lágtekjufólks og millitekjufólks með breytingum á barnabóta- og almannatryggingakerfinu en auka lítillega skattbyrði allra ríkasta fólksins með stóreignaskatti á hreina eign umfram 200 milljónir króna.

Það er sanngjarnt og skynsamlegt og um þetta verður kosið þann 25. september næstkomandi.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×