Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Árdís R. Einarsdóttir skrifar 4. september 2021 08:31 Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar