Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Árdís R. Einarsdóttir skrifar 4. september 2021 08:31 Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar