Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Árdís R. Einarsdóttir skrifar 4. september 2021 08:31 Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar