Leikjavísir

Bein útsending: Beat Saber partí hjá Queens

Samúel Karl Ólason skrifar
Queens 2

Það verður sannkölluð partístemning hjá stelpunum í Queens í kvöld. Þær ætla að draga fram sýndaveruleikagleraugu og spila leikinn Beat Saber.

Diamondmynxx og Vallapjalla skipa dúóið Queens en í kvöld má búast við miklum látum hjá þeim.

Beat Saber gengur út að beita geislasverðum í takt við tónlist og hefur notið mikilla vinsælda.

Útsending þeirra hefst klukkan níu í kvöld og má fylgjast með henni á Twitchrás GameTíví, Stöð 2 eSport og hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.