Djöfull í mannslíki eða geðsjúklingur; nema hvort tveggja sé Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. ágúst 2021 13:30 Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum. Hér er lýsing blaðamanns á efni myndbandsins: „Í byrjun myndbandsins má sjá skógarþröst hoppa um á stofugólfi. Tveir kettir fylgjast áhugasamir með honum en þeir hafa að líkindum komið með hann inn á heimili mannsins. Fuglinn virðist vængbrotinn. Annar kötturinn slær til fuglsins með loppunni (klónum) og hoppar þá fuglinn yfir herbergið. – Maðurinn snýr þá myndavélinni að sér, sýnir stóran hníf og segir: „Geggjað fallegur fugl sem við fengum í matinn“. Myndavélinni er þá snúið aftur að köttunum sem halda áfram að hringsóla og stríða (kvelja) fuglinn. – Maðurinn mundar hnífinn og kettirnir forða sér áður en hann slær til fuglsins. Á sekúndu 29 stingur maðurinn fuglinn, eða öllu heldur heggur til hans með hnífnum. Fuglinn virðist ekki deyja strax og má heyra hann skrækja örlítið og kippast til. – Maðurinn heggur fimm sinnum til viðbótar í hausinn og hálsinn á fuglinum og er öll atburðarásin yfirstaðin á sekúndu 44. Liggur þá fuglinn hreyfingarlaus og má sjá blóð og fjaðrir á víð og dreif um gólfið. – „Úbbs“ segir þá maðurinn í hæðnistón og sýnir blóðugan hnífinn og brosir. – Hann mundar hnífinn fyrir framan andlitið á sér og segir á ensku við myndavélina: „Namm, namm, uppáhaldið mitt. Ferskt blóð. Uppáhaldið mitt““. Þetta var lýsing blaðamanns Fréttablaðsins á þessu myndbandi, sem blaðið mun hafa undir höndum. Hér er greinilega djöfull í mannsmynd eða geðsjúkur maður, heltekinn kvalalosta og drápsfýsn, á ferð, nema hvorttveggja sé. Eitt er það, að þetta illmenni kvelji og misþyrmi litinn og varnarlausan skógarþröst, pynti til dauða, sér til gleði og ánægju, og sendi svo út myndband með ódæðinu til allra, sem á vilji horfa, en annað er það, að spyrja verður, hvort og hvaða illvirki önnur þessi maður kunni að hafa drýgt, gegn öðrum saklausum og varnarlausum dýrum, eða í hvað stefnir með viðurstyggilegt eðli mannsins. Verða börn eða mannfólk ef til vill næst? Sagan sýnir, að margir illvirkjar og morðingjar hafa byrjað sín ódæðis- og voðaverk á dýrum. Svo, hafa sumir þeirra fært sig yfir á mannfólk með óeðli sitt, kvalalosta og drápsfýsn. Skv. lögum um velferð dýra nr. 55/2013, 15. og 21. grein, ber Matvælastofnun að kæra þennan mann og viðbjóðslegt athæfi hans til lögreglu, sem aftur ber að koma þessari kæru, að lokinni rannsókn, til saksóknara, sem ákæra verður fyrir þetta viðurstyggilega brot. Þegar um „stórfellt brot“ er að ræða, sem undirrituðum finnst hér eiga við, er hámarksrefsing tveggja ára fangelsi, skv. 45. grein þessara laga. Afar brýnt virðist að ná til þessa illvirkja, áður en hann nær að skaða eða granda frekari lífverum, dýrum eða mönnum, með grimmd sinni og óeðli. Ekki er aðeins mikilvægt, að manninum sé refsað, hratt og með hámarksrefsingu, ef nokkur von á að vera til þess, að unnt verði að hemja hann og sjúklegt eðlisfar hans í framtíðinni, heldur þarf refsingin jafnframt að vera aðvörun fyrir aðra, sem haldnir eru svipuðu óeðli. Fróðlegt verður að sjá, hvernig MAST, lögregla og saksóknari standa sig! Lög nr. 55/2013, um velferð dýra, ná til allra dýra, líka tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna, þó ekki til villtra fiska, sem þó hefði verið nauðsynlegt, eins og nýleg dæmi sanna. Nú er spurning, hvort einhver, sem för ræður í réttarkerfinu, eigi eftir að segja: „Þetta var bara fugl“ og gera lítið úr málinu. Ef svo færi, væri sá sami, og þá um leið réttarkerfið, að leggja blessun sína yfir ógeðslegt atferlið, og, í raun, heiðra ódæðismanninn og gefa honum og öðrum áþekkum geðsjúklingum grænt ljós á áframhaldandi glæpsamlegan verknað. Vaka verður yfir því, að það verði ekki. Spurning er líka, hvort ekki væri við hæfi, að fjölmiðlar birti mynd af þessu ómenni, þannig, að menn geti varazt hann og haldið honum frá sér og sínum, eftir föngum. Hann hefur, hvort eð er sjálfur birt myndir af sér og sínu dýraníði á netinu. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum. Hér er lýsing blaðamanns á efni myndbandsins: „Í byrjun myndbandsins má sjá skógarþröst hoppa um á stofugólfi. Tveir kettir fylgjast áhugasamir með honum en þeir hafa að líkindum komið með hann inn á heimili mannsins. Fuglinn virðist vængbrotinn. Annar kötturinn slær til fuglsins með loppunni (klónum) og hoppar þá fuglinn yfir herbergið. – Maðurinn snýr þá myndavélinni að sér, sýnir stóran hníf og segir: „Geggjað fallegur fugl sem við fengum í matinn“. Myndavélinni er þá snúið aftur að köttunum sem halda áfram að hringsóla og stríða (kvelja) fuglinn. – Maðurinn mundar hnífinn og kettirnir forða sér áður en hann slær til fuglsins. Á sekúndu 29 stingur maðurinn fuglinn, eða öllu heldur heggur til hans með hnífnum. Fuglinn virðist ekki deyja strax og má heyra hann skrækja örlítið og kippast til. – Maðurinn heggur fimm sinnum til viðbótar í hausinn og hálsinn á fuglinum og er öll atburðarásin yfirstaðin á sekúndu 44. Liggur þá fuglinn hreyfingarlaus og má sjá blóð og fjaðrir á víð og dreif um gólfið. – „Úbbs“ segir þá maðurinn í hæðnistón og sýnir blóðugan hnífinn og brosir. – Hann mundar hnífinn fyrir framan andlitið á sér og segir á ensku við myndavélina: „Namm, namm, uppáhaldið mitt. Ferskt blóð. Uppáhaldið mitt““. Þetta var lýsing blaðamanns Fréttablaðsins á þessu myndbandi, sem blaðið mun hafa undir höndum. Hér er greinilega djöfull í mannsmynd eða geðsjúkur maður, heltekinn kvalalosta og drápsfýsn, á ferð, nema hvorttveggja sé. Eitt er það, að þetta illmenni kvelji og misþyrmi litinn og varnarlausan skógarþröst, pynti til dauða, sér til gleði og ánægju, og sendi svo út myndband með ódæðinu til allra, sem á vilji horfa, en annað er það, að spyrja verður, hvort og hvaða illvirki önnur þessi maður kunni að hafa drýgt, gegn öðrum saklausum og varnarlausum dýrum, eða í hvað stefnir með viðurstyggilegt eðli mannsins. Verða börn eða mannfólk ef til vill næst? Sagan sýnir, að margir illvirkjar og morðingjar hafa byrjað sín ódæðis- og voðaverk á dýrum. Svo, hafa sumir þeirra fært sig yfir á mannfólk með óeðli sitt, kvalalosta og drápsfýsn. Skv. lögum um velferð dýra nr. 55/2013, 15. og 21. grein, ber Matvælastofnun að kæra þennan mann og viðbjóðslegt athæfi hans til lögreglu, sem aftur ber að koma þessari kæru, að lokinni rannsókn, til saksóknara, sem ákæra verður fyrir þetta viðurstyggilega brot. Þegar um „stórfellt brot“ er að ræða, sem undirrituðum finnst hér eiga við, er hámarksrefsing tveggja ára fangelsi, skv. 45. grein þessara laga. Afar brýnt virðist að ná til þessa illvirkja, áður en hann nær að skaða eða granda frekari lífverum, dýrum eða mönnum, með grimmd sinni og óeðli. Ekki er aðeins mikilvægt, að manninum sé refsað, hratt og með hámarksrefsingu, ef nokkur von á að vera til þess, að unnt verði að hemja hann og sjúklegt eðlisfar hans í framtíðinni, heldur þarf refsingin jafnframt að vera aðvörun fyrir aðra, sem haldnir eru svipuðu óeðli. Fróðlegt verður að sjá, hvernig MAST, lögregla og saksóknari standa sig! Lög nr. 55/2013, um velferð dýra, ná til allra dýra, líka tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna, þó ekki til villtra fiska, sem þó hefði verið nauðsynlegt, eins og nýleg dæmi sanna. Nú er spurning, hvort einhver, sem för ræður í réttarkerfinu, eigi eftir að segja: „Þetta var bara fugl“ og gera lítið úr málinu. Ef svo færi, væri sá sami, og þá um leið réttarkerfið, að leggja blessun sína yfir ógeðslegt atferlið, og, í raun, heiðra ódæðismanninn og gefa honum og öðrum áþekkum geðsjúklingum grænt ljós á áframhaldandi glæpsamlegan verknað. Vaka verður yfir því, að það verði ekki. Spurning er líka, hvort ekki væri við hæfi, að fjölmiðlar birti mynd af þessu ómenni, þannig, að menn geti varazt hann og haldið honum frá sér og sínum, eftir föngum. Hann hefur, hvort eð er sjálfur birt myndir af sér og sínu dýraníði á netinu. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun