Heimsmyndin mín Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2021 09:00 Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun