Viðskipti innlent

Origo kaupir í verslun á Akur­eyri til að mæta eftir­spurn eftir App­le-vörum

Eiður Þór Árnason skrifar
Verslun Eldhafs er til húsa á Glerártorgi á Akureyri.
Verslun Eldhafs er til húsa á Glerártorgi á Akureyri. Vísir/Tryggvi

Origo hefur keypt 70% eignarhlut í Eldhafi sem er innflutningsaðili á Apple-vörum og rekur samnefnda verslun á Akureyri. Er markmiðið með kaupunum að auka breiddina í vöruúrvali Origo.

„Sala á notendabúnaði er vaxandi þáttur í rekstri Origo og hefur félagið fullan hug á því að efla þá starfsemi enn frekar með sölu á slíkum búnaði til einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana. Eftirspurn eftir Apple vörum er í örum vexti hér á landi og með kaupum í Eldhafi teljum við okkur geta mætt fjölbreyttum þörfum ólíkra viðskiptavina,“ segir Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Origo, í tilkynningu.

Guðmundur Ómarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Eldhafs, segir að með samrunanum verði hægt að taka næsta skref í vexti Eldhafs. Þá verði hægt að samnýta þekkingu og reynslu beggja fyrirtækja. Vel hafi gengið að selja Apple-vörur undanfarin misseri. 

„Við sjáum mikil sóknarfæri í sölu á Apple vörum til skóla, stofnana og fyrirtækja til að styðja við viðskiptavini Origo og Eldhafs,“ segir Guðmundur í tilkynningu. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×