Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi: Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. ágúst 2021 11:30 Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni. Sundabraut – þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundbraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja til verulega stöðu bæjarins sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlandsvegar að þeim ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangnagerð Stórefla þarf jarðgangnagerð. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðgangna í gegnum Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangnagerð á nokkra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji innreið sína í samgöngumálum á landsbyggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi – samanburður við Ísland Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Íslandi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpanna. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðgangna er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Umferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunnelen) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. Bolungarvíkurgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héðinsfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og Dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardalshamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðgangna á Íslandi ekki og segir það sína sögu. Til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræðiorðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðagangna er ótrúlegur og lýsir skorti á skilningi á mikilvægi jarðgangna á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Eitthvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar Dýrafjarðargöng eru komin í notkun og lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði er lokið er fyrirsjáanlegt að Ísfirðingar, Bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka Barðaströndina eða taka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. Baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga Baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er Guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutninga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutningum. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir farþega var mun betri í eldri ferju. Fyrir farþega er núverandi Baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. Gamaldags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi Baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þægindi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Til hvaða þriðja heimsríkis ætli núverandi Baldur verði seldur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg Breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælisgjöf fyrir 100 ára afmæli Baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Höfundur er í 1. sæti á xF framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Samgöngur Vegagerð Alþingiskosningar 2021 Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni. Sundabraut – þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundbraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja til verulega stöðu bæjarins sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlandsvegar að þeim ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangnagerð Stórefla þarf jarðgangnagerð. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðgangna í gegnum Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangnagerð á nokkra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji innreið sína í samgöngumálum á landsbyggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi – samanburður við Ísland Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Íslandi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpanna. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðgangna er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Umferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunnelen) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. Bolungarvíkurgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héðinsfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og Dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardalshamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðgangna á Íslandi ekki og segir það sína sögu. Til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræðiorðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðagangna er ótrúlegur og lýsir skorti á skilningi á mikilvægi jarðgangna á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Eitthvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar Dýrafjarðargöng eru komin í notkun og lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði er lokið er fyrirsjáanlegt að Ísfirðingar, Bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka Barðaströndina eða taka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. Baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga Baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er Guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutninga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutningum. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir farþega var mun betri í eldri ferju. Fyrir farþega er núverandi Baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. Gamaldags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi Baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þægindi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Til hvaða þriðja heimsríkis ætli núverandi Baldur verði seldur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg Breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælisgjöf fyrir 100 ára afmæli Baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Höfundur er í 1. sæti á xF framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun