Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2021 11:02 Ólöf, Hörður og Þorsteinn Friðrik. Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift. Öll þrjú hafa víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hörður sem ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og þar áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu. „Við erum mjög ánægð að fá þau Hörð, Ólöfu og Þorstein til liðs við okkur. Þau eru fantagóðir blaðamenn sem munu lyfta upp umfjöllun um viðskipti í miðlum okkar. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt og þessi ákvörðun er hluti af þeirri vegferð að efla hann enn frekar,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Fremstur í flokki Hörður segist fullur tilhlökkunar að móta áskriftarmiðil undir hatti Vísis og fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Miðillinn ætlar sér að vera fremstur í flokki þegar kemur að umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf og skapa þannig virði fyrir lesendur sem ekki verður fundið með sama hætti á öðrum miðlum hérlendis. Leitast verður við að færa umgjörð fréttaflutnings um viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál nær því sem þekkist á faglegum viðskiptamiðlum í helstu nágrannaríkjum,“ segir Hörður. Ólöf er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og blaðamaður um árabil en hún hefur að undanförnu gegnt starfi samskiptastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Friðrik hefur starfað bæði á Fréttablaðinu og á Morgunblaðinu síðustu ár. „Vísir er nú þegar mest lesni vefur landsins og hluti af öflugri fjölmiðlaflóru Stöðvar 2 og Vodafone. Okkar nýi miðill mun leggja áherslu á fréttir af viðskiptum, ásamt stjórnmálum innanlands, og auka enn frekar þjónustu við lesendur Vísis og annarra miðla fyrirtækisins. Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og móta nýja miðilinn sem sækir fyrirmynd sína meðal annars til Norðurlanda og Bretlands,“ segir Ólöf. Nýr kafli í sögu Vísis Tæplega 200 þúsund manns heimsækja Vísi á degi hverjum og sækja sér fréttir og afþreyingu af ýmsum toga. Nýr viðskiptamiðill verður viðbót við þá flóru. „Við erum spennt fyrir því að hefja nýjan kafla í sögu Vísis þar sem vandaðar viðskiptafréttir í fremstu röð verða í boði fyrir áskrifendur. Þetta er þróun sem hefur rutt sér til rúms meðal fréttamiðla víða um heim síðustu ár og virðist komin til að vera. Við höfum fulla trú á því að lesendur muni taka þátt í þessu ferðalagi með okkur,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis. Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Öll þrjú hafa víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hörður sem ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og þar áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu. „Við erum mjög ánægð að fá þau Hörð, Ólöfu og Þorstein til liðs við okkur. Þau eru fantagóðir blaðamenn sem munu lyfta upp umfjöllun um viðskipti í miðlum okkar. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt og þessi ákvörðun er hluti af þeirri vegferð að efla hann enn frekar,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Fremstur í flokki Hörður segist fullur tilhlökkunar að móta áskriftarmiðil undir hatti Vísis og fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Miðillinn ætlar sér að vera fremstur í flokki þegar kemur að umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf og skapa þannig virði fyrir lesendur sem ekki verður fundið með sama hætti á öðrum miðlum hérlendis. Leitast verður við að færa umgjörð fréttaflutnings um viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál nær því sem þekkist á faglegum viðskiptamiðlum í helstu nágrannaríkjum,“ segir Hörður. Ólöf er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og blaðamaður um árabil en hún hefur að undanförnu gegnt starfi samskiptastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Friðrik hefur starfað bæði á Fréttablaðinu og á Morgunblaðinu síðustu ár. „Vísir er nú þegar mest lesni vefur landsins og hluti af öflugri fjölmiðlaflóru Stöðvar 2 og Vodafone. Okkar nýi miðill mun leggja áherslu á fréttir af viðskiptum, ásamt stjórnmálum innanlands, og auka enn frekar þjónustu við lesendur Vísis og annarra miðla fyrirtækisins. Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og móta nýja miðilinn sem sækir fyrirmynd sína meðal annars til Norðurlanda og Bretlands,“ segir Ólöf. Nýr kafli í sögu Vísis Tæplega 200 þúsund manns heimsækja Vísi á degi hverjum og sækja sér fréttir og afþreyingu af ýmsum toga. Nýr viðskiptamiðill verður viðbót við þá flóru. „Við erum spennt fyrir því að hefja nýjan kafla í sögu Vísis þar sem vandaðar viðskiptafréttir í fremstu röð verða í boði fyrir áskrifendur. Þetta er þróun sem hefur rutt sér til rúms meðal fréttamiðla víða um heim síðustu ár og virðist komin til að vera. Við höfum fulla trú á því að lesendur muni taka þátt í þessu ferðalagi með okkur,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis.
Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira